Tenglar

24. júní 2012 |

Hugleiðingar fyrrv. sveitarstjóra um Bjarkalund

Einar Örn Thorlacius.
Einar Örn Thorlacius.

„Samt er það svo, að þegar ég lít til baka minnist ég frekar vetranna hvað Hótel Bjarkalund varðar. Það vildi svo til, að skömmu áður en ég fluttist á Reykhóla hafði Guðmundur á Grund keypt hótelið og hafði í fyrsta skipti tekið úr lás og opnað staðinn fyrir sveitungana eftir að haust og vetur voru gengin í garð. Það var alveg magnað að keyra þangað í svartamyrkri og jafnvel snjó og hvergi er myrkrið í Reykhólahreppnum meira en þarna, enda held ég að hótelið sé eini byggði staðurinn í Reykhólahreppi þar sem ekki sér til sjávar.“

 

Þannig kemst Einar Örn Thorlacius, fyrrverandi sveitarstjóri Reykhólahrepps, meðal annars að orði í greinarkorni sem hann sendi vefnum í tilefni afmælishátíðarinnar í Bjarkalundi um næstu helgi.

 

Hugleiðingar Einars um Bjarkalund er að finna í heild undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin og líka með því að smella hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31