Tenglar

13. september 2012 |

Hugleiðingar vegna bréfs varðandi lausagöngu

„Í Múlahreppi er víða orðið erfitt að komast um vegna gróðurs og götur að hverfa. Mér finnst ólíkt fallegri gróður og þægilegra að komast um þar sem fé gengur í högum. Nú geri ég mér grein fyrir að fólk sem er búið að byggja upp sumarbústaði og heldur við gömlu býlunum á hagsmuna að gæta varðandi þessi mál. En væri ekki hagkvæmara að sveitarfélagið aðstoðaði við að girða af skóglendi og bústaði? Hitt sýnist mér nær óframkvæmanlegt, að girða hreppinn af.“

 

Þetta segir Bergljót Aðalsteinsdóttir frá Svínanesi í Múlasveit í tilskrifi sem hún sendi vef Reykhólahrepps. Pistill hennar fer hér á eftir í heild:

 

Mér hefur borist bréf frá átthagafélagi hins forna Múlahrepps varðandi lausagöngu búfjár í téðum hreppi. Ég vil taka það fram að ég er ekki eigandi lands þar eða annars staðar í Reykhólahreppi. En í Múlahreppi hinum forna ólst ég upp til 15 ára aldurs og í mínum huga er téður hreppur með fegurri stöðum á landinu.

 

Ég hef í mörg ár stundað gönguferðir um mörg svæði á landinu, bæði í byggð og óbyggðum. Í Múlahreppi er víða orðið erfitt að komast um vegna gróðurs og götur að hverfa. Mér finnst ólíkt fallegri gróður og þægilegra að komast um þar sem fé gengur í högum.

 

Nú geri ég mér grein fyrir að fólk sem er búið að byggja upp sumarbústaði og heldur við gömlu býlunum á hagsmuna að gæta varðandi þessi mál.

 

En væri ekki hagkvæmara að sveitarfélagið aðstoðaði við að girða af skóglendi og bústaði? Hitt sýnist mér nær óframkvæmanlegt, að girða hreppinn af.

 

Vonandi á sauðfjárrækt eftir að blómstra í Reykhólahreppi. Fátt er fallegra á sumardegi en kindur í haga.

 

Með kveðju.

 

- Bergljót Aðalsteinsdóttir frá Svínanesi.

    

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31