Tenglar

16. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Hugmyndasmiðja á Reykhólum

Vinnustofa um hugmyndir að vörum eða þjónustu og vöruþróun allt til markaðshæfrar vöru verður haldin á Reykhólum dagana 21. og 27. maí á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands kl. 15-18.30 hvorn dag. Þarna verður fjallað um vöruhugmyndir og hvernig má afla þeirra. Bent verður á leiðir til að vinna skipulega úr hugmyndunum og nýta þær í ný verkefni eða til að bæta núverandi rekstur.

 

Vinnustofan verður haldin í Sjávarsmiðjunni á Reykhólum. Hún er jafnt ætluð þeim sem nú þegar eru í rekstri og þeim sem hafa áhuga á að hefja rekstur.

 

Þátttaka er án endurgjalds.

 

Nánari upplýsingar veita verkefnisstjórarnir Arna Lára Jónsdóttir í síma 522 9461 (arnalara@nmi.is) og Sigurður Steingrímsson í síma 522 9435 (sigurdurs@nmi.is).

 

Skráning á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands - www.nmi.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30