Tenglar

27. apríl 2016 |

Hugmyndasúpufundur um svæðisskipulag

Hugmyndir á súpufundi.
Hugmyndir á súpufundi.
1 af 4

Liðlega þrjátíu manns úr þremur sveitarfélögum auk þriggja ráðgjafa frá Alta sátu í gærkvöldi hugmyndasúpufund í Tjarnarlundi í Saurbæ, þar sem lagðar voru línurnar vegna sameiginlegs svæðisskipulags Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Björg Ágústsdóttir, Herborg Árnadóttir og Matthildur Kr. Elmarsdóttir frá ráðgjafastofunni Alta kynntu verkefnið en síðan var hugmyndavinna í þremur hópum um ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og aðra framleiðslu úr auðlindum svæðisins.

 

Verkefnið felst í því að greina þau tækifæri sem búa í auðlindum og sérkennum svæðisins og móta á þeim grunni markmið í atvinnumálum, samfélagsmálum og umhverfismálum og síðan skipulagsstefnu sem styður við þessi markmið. Ætlunin er að móta sameiginlega framtíðarsýn á þróun svæðisins sem sveitarfélögin þrjú spanna og nýta hana til eflingar atvinnulífs og byggðar. Svæðið er um 5.400 ferkílómetrar og nær allt suður undir Baulu í Borgarfirði og norður undir Hornstrandir. Fólksfjöldinn er liðlega 1.400 manns.

 

Framundan í sumar og fram á haust er heimildavinna og fleiri samráðsfundir og síðan tillögugerð og mat á áhrifum á umhverfi og samfélag, sem ætlunin er að ljúka í febrúar á næsta ári. Eftir það tekur við kynning og umsagnaferli, en áformað er að ljúka verkefninu undir lok næsta árs.

 

Ráðgjafastofan Alta annast þetta verkefni fyrir sveitarfélögin þrjú.

 

Myndirnar sem hér fylgja tók Herborg Árnadóttir.

 

Vefur um sameiginlegt svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar

 

Fyrsti fundur svæðisskipulagsnefndarinnar (fleiri tenglar þar fyrir neðan)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31