Tenglar

3. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Hugmyndir um hreindýraeldi skoðaðar

Hreindýr á Svalbarða / Wikipedia.
Hreindýr á Svalbarða / Wikipedia.

Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um hreindýraeldi og hreindýraræktun sem nýja búgrein á Íslandi. Hópnum er falið að fjalla um málið frá öllum hliðum og draga fram þau atriði sem gætu skipt máli fyrir villt hreindýr hér á landi, verndun og veiðar, búfjársjúkdóma, landbúnað og landnýtingu. Ísland er hið eina Norðurlandanna þar sem hreindýrarækt er bönnuð.

 

Þetta kemur fram hér á vef ráðuneytisins.

 

Á liðnum árum hefur iðulega í fjölmiðlum verið rætt við og fjallað um Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabónda á Grænlandi, sem hefur ítrekað en árangurslaust sótt um leyfi til hreindýrahalds á Íslandi. Stefán Hrafn nam á sínum tíma búfræði á Hvanneyri og síðan hreindýrarækt í Noregi og Svíþjóð. Hann hefur stundað hreindýrabúskap á Grænlandi í rúman aldarfjórðung.

 

Í hinum nýskipaða hópi eru fulltrúar umhverfis- og auðlindaráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, Bændasamtaka Íslands, Hreindýraráðs, Náttúrustofu Austurlands, Skotvís og Matvælastofnunar.

 

Sjá einnig:

12.04.2011 Hreindýr á nefndafundum í Reykhólahreppi (nokkrir tenglar þar fyrir neðan)

19.05.2011 Gerólíkar skoðanir varðandi hreindýr á Vestfjörðum

26.07.2011 Hreindýr á Vestfirði - Skotvís vill rannsóknir

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31