Tenglar

17. júní 2015 |

Hugsar meira um haginn sinn

Fjallkonan Jóhanna Ösp Einarsdóttir. Ljósm. Herdís Erna Matthíasdóttir.
Fjallkonan Jóhanna Ösp Einarsdóttir. Ljósm. Herdís Erna Matthíasdóttir.

Hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins í Reykhólahreppi fóru fram með hefðbundnum hætti í Bjarkalundi við Berufjarðarvatn í umsjá Kvenfélagsins Kötlu og Hótels Bjarkalundar. Fjallkonan að þessu sinni var Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal. Hún flutti tvö ljóð sem standa héraðsfólki nærri. Annars vegar kvæðið Ísland ögrum skorið eftir Eggert Ólafsson (sem ýtti frá kaldri Skor), en við það samdi Sigvaldi Kaldalóns (um tíma læknir í Flatey) alþekkt lag. Hins vegar það sem hin breiðfirska Ólína Andrésdóttir orti:

 

Ekki girnast allir það, sem þeir hljóta.

Hver vill skifta á kotungs jóði

og konungbornu mentafljóði,

þurru brauði og þungum sjóði

– það gerir ekki heimurinn –

hann hugsar meira um haginn sinn.

 

Jafnframt greindi Jóhanna Ösp hinum yngri áheyrendum á þjóðhátíðinni frá því hvað fælist í því að vera fjallkona á þjóðhátíðardegi á Íslandi.

 

Myndina sem hér fylgir tók Herdís Erna Matthíasdóttir. Fjöldi annarra mynda sem hún tók er væntanlegur fljótlega í myndasyrpu hér á vefnum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30