Tenglar

27. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

„Hugurinn ber okkur hálfa leið“

Hildur Sif Thorarensen.
Hildur Sif Thorarensen.

Mér hefur lengi fundist landsbyggðin eiga undir högg að sækja frá höfuðborginni og þykir mér það miður. Við vanmetum hlutverk hennar og gleymum að ósjaldan sækjum við út á land einmitt þegar við viljum hvíla hugann og fá ró í sálina. Landsbyggðin gegnir mikilvægu hlutverki og sem dæmi má nefna gjaldeyristekjur í gegnum sjómennsku, afurðir sem við neytum á heimilunum og ferðaþjónustu. Við þurfum á henni að halda því hún gerir okkur að betra fólki, við hvílumst, við fáum nýja sýn og við lærum að hugsa um aðra.

 

Þetta segir Hildur Sif Thorarensen meðal annars í grein sem hún sendi vefnum til birtingar. Hún skipar efsta sætið á lista Pírata í NV-kjördæmi við komandi þingkosningar. Þar gerir hún ítarlega grein fyrir sjálfri sér, stefnumálum sínum og flokki. Einnig segir hún: 

  • Ég flutti að heiman 18 ára og hef séð fyrir mér síðan. Ég kom sjálfri mér í gegnum framhaldsskóla, grunnnám í háskóla og er um það bil að ljúka meistaranámi í hugbúnaðarverkfræði meðfram vinnu. Ég hef alltaf unnið mikið og aldrei litið á eitthvert starf æðra öðru. Ég vann þrjú sumur sem uppvaskari á elliheimilinu Vitatorgi og kunni því vel ásamt mörgum árum við afgreiðslustörf í kjörbúð. Ég veit hvað það er að þurfa að nurla og ég veit hvað það er að þurfa að basla og á því auðvelt með að skilja hagsmuni venjulegs fólks því það eru hagsmunir mínir.

Greinina má lesa í heild undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin undir ofanritaðri fyrirsögn eða með því að smella hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31