27. febrúar 2017 | Umsjón
Hunda- og kattahreinsun og skráning á miðvikudag
Fyrsta árlega hunda- og kattahreinsun í Reykhólahreppi verður kl. 16 núna á miðvikudag, 1. mars. Hún fer fram í áhaldahúsi sveitarfélagsins jafnframt skráningu dýra. Þeir sem skrá dýrin sín á staðnum greiða ekki fyrir hreinsunina. Hún er innifalin í skráningargjaldi sem verður sent út sem greiðsluseðill frá sveitarfélaginu í maí.
Gísli Halldórsson dýralæknir í Búðardal sér um hreinsunina.
Skráning hunda og katta byrjar senn