Hundar verða að vera í bandi á Reykhólum
Fyrir skömmu var fólk vinsamlega beðið hér vefnum að vera ekki á ferðinni að óþörfu um varpsvæði fugla í Reykhólahreppi,
–engin ástæða er til að ætla að fólk virði það ekki–
gott er samt að minna á að nauðsynlegt er að fá heimild hjá landeigendum, ef einhverra hluta vegna þarf að fara um þessi svæði.
Einnig er minnt á að hundar mega ekki ganga lausir, heldur verða að vera í bandi, á svæðinu sem tilheyrir þéttbýlinu á Reykhólum, þ.e. frá „pípuhliðinu“ og niður í Karlsey, og kringum Langavatn og Neðravatn. Sama á að flestu leyti við um ketti.
Þetta er rauða svæðið á meðfylgjandi mynd.
Meiningin með þessum áminningum og tilmælum er ekki að hindra að fólk geti notið útivistar og verið úti í náttúrunni, heldur einungis að minna á að hún er viðkvæm á þessum árstíma.
Sigmundur Magnússon, mnudagur 24 aprl kl: 21:22
Hvað með kettina?