Tenglar

22. október 2013 | vefstjori@reykholar.is

Hundrað pakkar af salti seldir í Hólakaupum

Eyvindur í Hólakaupum með saltið.
Eyvindur í Hólakaupum með saltið.

Í Hólakaupum á Reykhólum seldist í gær hundraðasti pakkinn af flögusaltinu nýja frá Norðursalti á Reykhólum. Saltið kom í Hólakaup 1. október eins og hér kom fram og var verslunin (af skiljanlegum ástæðum) fyrsta búðin til að fá það í sölu. „Fólk frá Patró, Hólmavík og Búðardal og að sunnan hefur komið og keypt allt upp í fimm pakka í einu til að gefa vinum og ættingjum, og eins útlendingar sem fannst alveg magnað að geta keypt þetta svona nánast beint úr sjónum,“ segir Eyvindur Magnússon kaupmaður.

 

Þessi mikla sala í búðinni á Reykhólum er enn athyglisverðari í ljósi þess, að þegar saltframleiðslan fór formlega í gang með hátíðlegum hætti í seinni hluta síðasta mánaðar fengu allir íbúar Reykhólahrepps sem vildu pakka af salti að gjöf.

 

Viðbót, sjá einnig:

Gengur vandræðalega vel (bb.is 22.10.2013)

 

Athugasemdir

Herborg Hallldórdóttir Kletti, rijudagur 22 oktber kl: 18:27

Frábært. Til hamingju með áfangann.
Ég mun kaupa saltið frá ykkur, við fyrsta tækifæri, sem mér gefst.
Ég hefi oft spurt eftir ykkar salti. Þið sjáið að ég er eftirvæntingarfull.
Því miður fyrir ykkur.Allir virðast gera lítinn mun á Reykjarnesi og Reykhólum.
Égaupi alltaf íslenskt, það er best en ekki alltaf ódýrast.
Mér líkar samt ágætlega við saltið úr djúpinu.
Ég óska ykkur góðs gengis.
Kveðjur
Herborg.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31