Tenglar

17. desember 2012 |

Hurðaskellir að ferðbúast ofan úr Vaðalfjöllum

Íslensku jólasveinafrímerkin frá 1999.
Íslensku jólasveinafrímerkin frá 1999.

Samkvæmt hefðinni kemur Hurðaskellir til byggða í nótt og ráðlegt að sofa með eyrnatappa. Hann er sá sjöundi í röðinni af íslensku jólasveinunum þrettán. Fyrstur kom Stekkjarstaur 12. desember og síðan einn af öðrum. Síðastur er Kertasníkir sem kemur á aðfangadag. Eins og flestir vita eru jólasveinarnir búsettir í Vaðalfjöllum í Reykhólasveit þó að sumir haldi öðru fram. Á Strandavefnum er á hverjum degi sagt frá þeim jólasveini sem kemur hverju sinni og tilheyrandi vísur úr Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum birtar með.

 

Röðin á íslensku jólasveinunum er samkvæmt því sem fram kom í Þjóðsögum Jóns Árnasonar árið 1862 eða fyrir réttum 150 árum.

 

Ekki hafa fengist viðhlítandi skýringar á því hvers vegna hver og einn jólasveinn getur komið í byggðir um land allt samtímis. Ekki hafa heldur fengist skýringar á því hvernig útlendi hvítskeggjaði jólasveinninn rauðklæddi (ekkert skyldur þeim íslensku) getur verið að troða sér niður um óteljandi reykháfa á sama tíma víða um heim.

 

Tenglar á sitthvað á Vísindavef Háskóla Íslands sem varðar jólasveina (þar eru jafnframt tenglar á fjölmargt annað sem snertir jólin og jólahaldið):

Hvað getið þið sagt mér um jólasveina?

Hvenær var byrjað að setja skóinn út í glugga og hvaðan kemur sá siður?

Er siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinninn sé til?

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31