Tenglar

29. júní 2015 |

Hús á ferðalagi

Aðfaranótt laugardags fengu þau Jóhann Freyr Guðmundsson og Hafrós Huld Einarsdóttir í Fremri-Gufudal hús frá Hvítadal innst í Saurbæ sunnan Gilsfjarðar. Ferðalag hússins tók um sex klukkutíma og var meðal annars yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls að fara. Lagt var af stað frá Hvítadal um klukkan níu um kvöldið.

 

„Það gekk rosavel að flytja húsið og hífa það á vagninn og af honum. Ég fékk hjálp frá föður mínum og Kristjáni bróður mínum að setja húsið á vagninn. Svo var Einar tengdapabbi búinn að gera allt klárt fyrir kranann og vagninn hérna í Gufudal. Við hífðum húsið af vagninum og á grunninn um nóttina og það var komið á sinn stað korter yfir þrjú,“ segir Jóhann Freyr.

 

Myndirnar sem hér fylgja eru frá þessu ferðalagi. Þær eru ekki í réttri tímaröð. Þannig er t.d. síðasta myndin tekin í Hvítadal áður en lagt var af stað.

 

Athugasemdir

Einar Örn Thorlacius, rijudagur 30 jn kl: 08:33

Glæsilegt!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29