Tenglar

22. nóvember 2012 |

Húshitunin dýra á Reykhólum og auðlindaskatturinn

1 af 3

Einar Sveinn Ólafsson, sem búsettur er á Reykhólum, hefur gert samanburð á kostnaði við húshitun með heitu vatni á ýmsum stöðum og sent vefnum til birtingar. „Eftirtektarvert er að sjá þarna hver vilji stjórnvalda er til að styðja við búsetu í hinum dreifðu byggðum landsins. Reykhólabúinn greiðir mun meira í umhverfis- og auðlindaskatt af heita vatninu en t.d. viðskiptavinir Orkuveitu Reykjavíkur. Og til að bíta höfuðið af skömminni leggst síðan virðisaukaskattur á auðlindaskattinn,“ segir hann.

 

„Við erum á toppnum og greiðum til Orkubús Vestfjarða og ríkisins rúmar 200 þúsund krónur á ári miðað við þessar forsendur.“

 

Í útreikningum sínum miðar Einar Sveinn við 150 fermetra einbýlishús og 810 rúmmetra notkun á heitu vatni á ári auk fastagjalds. Vegna hins geysiháa verðs á heita vatninu á Reykhólum er umhverfis- og auðlindaskatturinn sem bætist þar ofan á hærri í krónum talið á Reykhólum en hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sem nemur hlutfallslega mismuninum á rúmmetraverðinu. Hið sama gildir svo auðvitað um virðisaukaskattinn.

 

Á myndunum eru bæði stöplarit og tafla sem tala sínu máli um mismunandi kostnað og skattlagningu. Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

Athugasemdir

Guðjón D. Gunnarsson, fimmtudagur 22 nvember kl: 16:47

Gott að komið er fyrir almenningssjónir, það sem vitað var, síðan hitaveitan var seld. Þetta sýnir vel hug Ríkisins til okkar.

Halldór Halldórsson, fimmtudagur 22 nvember kl: 17:51

Þetta er mjög sérstakt og auðsjáanlegt okur bæði hjá Orkubúi Vestfjarða og Ríkinu. Ekki er flutningsleiðin löng fyrir heita vatnið á Reykhólum. Húsin eru byggð ofan á hitasvæðinu, borholurnar eru a milli húsa.

Kristján Haraldsson, fstudagur 23 nvember kl: 12:36

Í þessa útreikninga vantar mjög mikilvægan þátt sem er hitastig vatnsins. Vatnið á Reykhólum er mun heitara við húsvegg en vatn frá öðrum hitaveitum og því þarf færri rúmmetra á Reykhólum en annarsstaðar til að hita samsvarandi hús.
Ég skoðaði notkun 8 húsa við Reykjabraut s.l. 12 mánuði og þá kom í ljós að að meðalnotkun var um 3,6 rúmmetrar af heitu vatni á hvern fermetra húsnæðis. Þetta þýðir að 120 fermetra hús myndi nota 432 rúmmetra af heitu vatni á ári.
Ég dreg hins vegar enga dul á að húshitunarkostnaður á Vestfjörðum er mikill í samanburði við t.d. höfuðborgarsvæðið og að mínu viti á að vera forgangsmál stjórnvalda að koma þar á frekari jöfnuði.

Kristján Haraldsson, fstudagur 23 nvember kl: 12:42

150 fermetra hús myndi nota 540 rúmmetra af heitu vatni á ári skv. meðalnotkun húsa við Reykjabraut.

Einar Sveinn Ólafsson, fstudagur 23 nvember kl: 14:23

Það er rétt að ef vatnið er með hætta hitastig þá fæst meiri orka og því þarf færri lítra til upphitunar.
En eftir stendur að orku og auðlindarskattur er 0,12 kr/kwh á rafmagni en 2% af verði heitavatnsins.

Guðrún Konný Pálmadóttir, mnudagur 26 nvember kl: 20:19

Fróðlegt væri að fá svör Kristjáns Haraldssonar við eftirfarandi spurningum:

Er þessi reikniregla við gerð gjaldskrár fyrir heitt vatn þ.e. að miða verðið við hitastig vatnsins eins og Orkubú Vestfjarða gerir, almennt notuð af hitaveitum landsins og þá í hve miklum mæli?

Hvað kostar að hita upp 150 fermetra íbúðarhúsnæði á Reykhólum m/v gjaldskrá OV?

Guðrún Konný Pálmadóttir, mnudagur 26 nvember kl: 21:27

... með rafmagni átti nú að standa þarna. Biðst afsökunar.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31