Tenglar

13. febrúar 2016 |

Húsin í Flatey á Breiðafirði

Byggðarendi (húsið byggt 1950).
Byggðarendi (húsið byggt 1950).

Það er alveg með einsdæmum hve Flateyingar eru duglegir að dytta að húsum sínum og gera vel við eignir sínar í Flatey. Tekið er eftir og umtalað hve húsin í Flatey eru velviðhaldin, fallega uppgerð og bera fagurt vitni um heilstæða fallega húsamynd fyrri tíðar.

 

Þannig hefst pistilkorn sem Gunnar Sveinsson í Læknishúsi skrifaði á vef Framfarafélags Flateyjar (FFF) snemma á liðnu sumri undir yfirskriftinni Mikil framkvæmdagleði í Flatey. Þar nefnir Gunnar nokkur dæmi og fylgja myndir því til stuðnings. Lokaorðin eru þessi:

 

Framkvæmdagleði Flateyinga er talandi dæmi um umhyggju þeirra og þann hug sem húseigendur bera til Flateyjar.

 

Mörg er matarholan á hinni glæsilegu heimasíðu Framfarafélagsins, sem tekin var í notkun í fyrravor, eins og hér var á sínum tíma greint frá. Njótið!

 

Á myndinni sem hér fylgir og fengin er af síðunni getur að líta Byggðarenda, sem hlaut Umhverfisverðlaun FFF árið 2010.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30