Tenglar

27. janúar 2022 | Sveinn Ragnarsson

Húsnæðisáætlun Reykhólahrepps 2022

Húsnæðisáætlun Reykhólahrepps er aðgengileg hér.


Nokkur atriði sem áætlunin er byggð á.

 

Markmið sveitarfélagsins varðandi íbúðauppbyggingu

Markmið Reykhólahrepps er að byggja minni íbúðir, 2 - 3 herbergja fyrir yngra fólk og einstaklinga sem vöntun er á í störf á Reykhólum.

 

Mannfjöldaþróun

Í töflunni má sjá áætlaða íbúafjölgun næstu ára miðað við óbreytta meðalfjölgun á ári (0,3%) og jafnframt 0,5% og 1% árleg fjölgun. Miðað við þær forsendur myndi fjölga um 8 til 23 manns á næstu átta árum.

 

Atvinnuástand

Flest ársverk eru við landbúnað í sveitarfélaginu. Störf við opinbera þjónustu, einkum Reykhólaskóla og Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð hafa mikið vægi í atvinnulífinu. Tæp 60 manns starfa hjá sveitarfélaginu. Aðrir mikilvægir vinnustaðir eru Þörungaverksmiðjan og Norðursalt.

Lítið sem ekkert atvinnuleysi er í sveitarfélaginu. Vöntun hefur verið á starfsfólki hjá Reykhólahreppi og hjá Þörungaverksmiðjunni. Ekki hefur fengist fólk til starfa vegna húsnæðisskorts.

Í desember 2021 voru 2 störf í auglýsingu hjá sveitarfélaginu og 1 starf hjá Þörungaverksmiðjunni. Viðvarandi vöntun á starfsfólki hefur verið hjá Norðursalti.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30