Tenglar

26. mars 2012 |

Húsnæðisskortur: Tími til kominn að hætta að bíða

Eyvindur Magnússon.
Eyvindur Magnússon.

Sveitarfélagið reisi a.m.k. 1000 fermetra þjónustuhús, þar sem hægt yrði að hafa verslun, veitingar, kaffihús, heilsugæslu, hreppsskrifstofur og ýmsa aðra þjónustu og sölurými. Þarna myndi losna um íbúðarhús sem hreppurinn er í núna og hús heilsugæslunnar losnaði til íbúðar. Þetta þjónustuhús yrði leigt út og sjálfur myndi ég taka 300 fermetra á leigu. Þetta er ekki eins dýrt og einhverjir myndu kannski halda.

 

Þetta segir Eyvindur Magnússon kaupmaður á Reykhólum meðal annars í áskorun / opnu bréfi til hreppsnefndar Reykhólahrepps (birt í heild undir Sjónarmið í valmyndinni hér vinstra megin). Meginástæðan fyrir bréfi Eyvindar er hinn tilfinnanlegi húsnæðisskortur á Reykhólum.

 

Einnig segir hann í bréfi sínu:

  • Skortur á íbúðarhúsnæði hér á Reykhólum hefur valdið mér áhyggjum og kemur í veg fyrir þann vöxt sem hér er þó mögulegur.
  • Ég hef átt nokkur samtöl við sveitarstjóra og oddvita og annað hreppsnefndarfólk um leiðir til að bæta úr langvarandi húsnæðisskorti hér á Reykhólum. Misjöfn viðbrögð hef ég fengið.
  • Ef ekkert átak verður gert hér mun byggðinni blæða út. Sveitarsjóður getur ekki skýlt sér bak við peningaleysi. Verja verður peningum til að skapa peninga, ekki þýðir að sitja og bíða eftir að „einhver“ komi og byggi til að leigja eða selja, eins og eitt svarið var.
  • Nú er kominn tími til að hætta að bíða. Nú er kominn tími til að framkvæma.

Áskorun - opið bréf til hreppsnefndar Reykhólahrepps

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31