Tenglar

22. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Húsvagnafélagið á Reykhólum um helgina

Það var létt yfir mannskapnum á laugardagsmorgni á Reykhólum.
Það var létt yfir mannskapnum á laugardagsmorgni á Reykhólum.
1 af 3

Tjaldsvæðið við Grettislaug í suðurjaðri þorpsins á Reykhólum er mjög þéttskipað þessa helgina vegna Jónsmessuferðar Húsvagnafélags Íslands. Félagsfólk var yfirleitt snemma á fótum á laugardagsmorgni þó að bæði sólin og fuglarnir væru komin ennþá fyrr á kreik. Einhverjum varð að orði, að fuglarnir sæju til þess með margrödduðu kvaki sínu að mannskapurinn svæfi ekki of lengi.

 

Ekki verður annað sagt en veðrið leiki við gestina, sumarsól og blíða eins og best verður.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31