29. apríl 2011 |
Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?
Símenntunarstöðin á Vesturlandi gengst á næstunni fyrir námskeiði hvernig á að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Símenntunar í Borgarnesi fimmtudaginn 5. maí og stendur kl. 19.30 til 21.30. Farið verður yfir hvaða fæðutegundum er gott að byrja á og hvenær. Einnig verður kennt að meðhöndla og búa til rétti sem innihalda til dæmis:
- Ávexti og grænmeti
- Þurrkaða ávexti
- Heilt korn eins og quinoa, hirsi, hafra, spelti o.fl.
- Baunir eins og linsubaunir (afar prótein- og járnríkar)
- Kaldpressaðar olíur
- Möndlumauk og tahini (sesammauk)
- Möndlur og fræ
Námskeiðið nýtist einnig vel þeim sem eru með eldri börn. Nýjar uppskriftir og fróðleiksmolar fylgja með námskeiðinu og verða nokkrir réttir og „drykkir“ útbúnir á staðnum.
Leiðbeinandi er Ebba Guðný Guðmundsdóttir, kennari. Verð kr. 6.900.
Skráning í netfanginu skraning@simenntun.is og í síma 437 2390.