Tenglar

27. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Hvað ætli María myndi segja núna?

María er frábær, og við, bæði börn og fullorðnir, söknum hennar mikið úr skólanum þar sem hún brúaði bilið í eldhúsinu um nokkurt skeið. Þar hvatti hún börnin okkar m.a. til að borða hollan mat og minnka sykurneyslu. Ég vil bæta hér við stuttri sögu: Við sveitarstjórnin vorum á námskeiði á Hólmavík í dag, þar sem boðið var upp á dýrindis rúllutertu með kaffinu. Um leið og Ágúst Már, sveitarstjórnarmaður og skrifstofustjóri, fékk sér væna sneið á diskinn, varð honum að orði:

 

„Hvað ætli María myndi segja núna ef hún sæi til mín?“ Aðspurður sagði hann að María væri nú þegar farin að ræða um hollustu og mikilvægi þess að minnka eða jafnvel sleppa alveg neyslu á hvítum sykri á skrifstofu Reykhólahrepps.

 

- Ofanritað skrifaði Áslaug B. Guttormsdóttir, kennari og foreldri og sveitarstjórnarmaður á Reykhólum, neðan við frétt hér á vefnum fyrir skömmu, þar sem sagt var frá því að María Maack væri komin til starfa á skrifstofu Reykhólahrepps. Ástæða þess að tilskrif Áslaugar er birt hér í sérstakri frétt er sú, að fréttin þar sem hún skrifaði þetta var komin niður af forsíðunni og þess vegna fáir sem sjá þessi skemmtilegu ummæli hennar þar.

 

Núna í haust birtist hér frétt undir fyrirsögninni Soffía frænka lætur til sín taka, en þá hljóp hún um tíma í skarðið sem aðstoðarkokkur í mötuneyti Reykhólaskóla. Þar segir m.a.:

  • Og það skipti engum togum: María fjarlægði af borðum nemenda og starfsfólks þann mat sem inniheldur tilbúinn sykur, eins og sætt jógúrt, púðursykur og tómatsósu. Í staðinn komu ávextir og ferskt grænmeti og örlítið glaðleg kryddun á hollustumat. Nema kannski á föstudögum þegar sætindi og nútímaréttir eins og pylsur og pasta sjást á matseðlinum. Þetta er í anda átaksins „sykurskertur september“ sem hefur rutt sér til rúms á síðustu árum.
  • „Þetta vakti blendna hrifningu í upphafi,“ segir María. „En eftir eina viku fóru krakkarnir að taka við sér og sýna matnum áhuga: Hvernig er þetta eldað? Hvað gerir sósuna svona sérlega góða? Af hverju þarf ég að borða kál? eru spurningar sem hafa heyrst. Hugtakið vondur matur hefur verið bannorð í mötuneytinu.“
  • María segir að bæði Ingvar matráður og starfsfólkið, sem margt hvert á börn í skólanum, hafi tekið þessu framtaki ákaflega vel.

 

Athugasemdir

Hrefna H, mnudagur 27 oktber kl: 12:13

María þú rokkar :)

María Játvarðardóttir, mnudagur 27 oktber kl: 21:00

Áfram nafna mín

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31