Tenglar

4. apríl 2015 |

Hvað er klukkan í Kína?

Nokkrar svipmyndir frá fyrsta sjokkinu: Harpa Eiríksdóttir.
Nokkrar svipmyndir frá fyrsta sjokkinu: Harpa Eiríksdóttir.
1 af 5

„Fyrsta menningarsjokk ársins“ á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum var haldið að kvöldi fyrsta apríl. Þar mættu rúmlega 40 manns og sjö lið skráðust til leiks í pöbb-kvissinu, þar sem spyrlar og alráðendur voru Jóhanna Ösp í Fremri-Gufudal og Ásta Sjöfn á Litlu-Grund. „Þær stóðu sig með eindæmum vel, pössuðu upp á að skálað var nógu oft og tóku skemmtileg tóndæmi,“ segir Harpa Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar.

 

„Kvöldið gekk mjög vel, gaman að sjá fólk taka svona vel í menningarsjokkin okkar. Miðað við fjöldann mættu um 15% úr sveitinni og um 30% úr þorpinu, við stefnum á að hafa þau oftar.“

 

Aðalvinningarnir í happdrættinu á kvisskvöldinu voru frá Mávavatnsfjölskyldunni, sem gaf páskaegg af stærri gerðinni, og prjónataska frá Báta- og hlunnindasýningunni.

 

Liðin sjö í kvissinu báru nöfnin Nipplurnar, Þrumufleygarnir, Fimm í sveit og ein í Reykjavík, Lundapysjan og hreiðurbögglarnir, Gaulverjarnir, Sex í sveit með gamla geit sem var á beit og The nipples.

 

„Mikið var hugsað og voru aðeins fjögur stig á milli efsta og neðsta sætis, þannig að fólkið okkar veit nú margt,“ segir Harpa. „Skondið var að í vinningsliðinu voru þrjár kvenfélagskonur, en það dugði samt ekki til að svara einu spurningunni sem var einmitt um kvenfélagið.“

 

Spurningarnar voru 31 en af þeim var aðeins ein sem ekkert liðanna gat svarað. Hún var svona: Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi á Íslandi? Valmöguleikarnir voru þessir:

  1. 20, 21 og 22
  2. 18
  3. 19 og 20
  4. 20

Og hvert skyldi nú rétta svarið vera?

 

Fyrsta menningarsjokk ársins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31