Tenglar

3. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Hvað gengur ríkisstjórninni til?

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Allt virðist ætla að verða þessari ríkisstjórn að ógæfu. Það er eins og að hún sé ekkert í tengslum við almenning í landinu. Ákvarðanatökur hennar lýsa skilningsleysi og skeytingarleysi um kjör þess hluta þjóðarinnar sem þarf að hafa sig allan við til að ná endum saman. Auðveldara reynist henni að sýna samstöðu með þeim efnameiri og stórútgerðarfyrirtækjum landsins, sem vafin eru í bómull og hlíft við samfélagslegri ábyrgð með því að greiða ekki sjálfsagða skatta og auðlindarrentu. Samráð virðist ekki vera til í hennar orðabók, hvorki við stjórnarandstöðu, sveitarfélög né aðila vinnumarkaðarins.

 

Þannig hefst grein sem Lilja Rafney Magnúsdóttir alþm. sendi vefnum til birtingar, undir fyrirsögninni Ráðalaus ríkisstjórn! Niðurlagið er á þessa leið:

 

Hvað gengur ríkisstjórninni til? Vill hún rífa í sundur alla sátt í landinu um að eftir erfiðan niðurskurð í kjölfar Hrunsins eigi viðsnúningur í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar að sjálfsögðu að koma almennu launafólki til góða og nýtast til uppbyggingar í heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfinu? Þessi ríkisstjórn er á hættulegri vegferð. Við Vinstri græn munum beita okkur af fullum krafti við að koma í veg fyrir þá eyðileggingarstarfsemi sem hér er á ferðinni.

 

Grein Lilju Rafneyjar má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni til vinstri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29