Hvað varð um jöfnun flutningskostnaðar?
Þetta segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, á bloggsíðu sinni undir fyrirsögninni hér fyrir ofan. Hann heldur áfram:
Samþykktar hafa verið skýrslur sem taka á málinu með tillögum um aðgerðir. Þær hljóta að vera einhvers staðar í kerfinu, ekkert hefur frést af aðgerðum.
Kannski dettur einhverjum í hug að við þessar aðstæður sé ekki rétti tíminn til að framkvæma flutningsjöfnun, nokkuð sem stjórnmálamenn tala um að gera á hátíðarstundum. Nú sé samdráttur í landinu og peninga vanti.
En það er einmitt rétti tíminn núna því við þurfum á öllu okkar að halda í atvinnulífinu og mikilvægt að styrkja stöðu fyrirtækjanna og muna eftir því að landsbyggðin hefur barist í atvinnulífinu undanfarin ár með alltof sterka krónu sem hefur unnið gegn útflutningsatvinnugreinunum og þar með landsbyggðinni.
Dalli, fstudagur 12 mars kl: 13:09
Þetta er bara einn af dreifbýlissköttunum, sem alltaf hækka mest, þegar þrengir að á höfuðborgarsvæðinu. Okkur vantar heilstæð samtök, sem berjist gegn öllum árásum á landsbyggðina. Alltaf er reynt að etja okkur saman og ráðast á sundraða hópa.
Við eigum að standa sem ein heild gegn auðlindaskatti og fyrningarleið á sjómenn, upptöku eignarlands bænda, álögur á flutningaaðila og aðra lífsnauðsynlega umferð, endalaus undanbrögð við vegagerð og svo mætti lengi telja.
Landsbyggðina vantar málsvara til að berja í borðið, svo eftir verði tekið.