Tenglar

15. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Hvaða bækur viljið þið fá á bókasafnið?

Fyrir nokkrum árum eignaðist Héraðsbókasafn Reykhólahrepps vinasafn, Bókasafn Kópavogs, sem frá þeim tíma hefur sent ófáar bókagjafir vestur. Núna er stigið skrefi lengra: Hörpu Eiríksdóttur bókaverði hefur verið boðið í heimsókn á safnið í Kópavogi með óskalista yfir bækur í farteskinu.

 

„Til að heimsóknin nýtist sem best, þá óskum við eftir listum yfir bækur sem fólki finnst vanta á safnið – hægt er að koma með lista og óskir á sjálfboðaliðakvöldið á þriðjudag, eða á upplýsingamiðstöðina, eða senda hann á info@reykholar.is,“ segir Harpa.

 

Sjálfboðaliðakvöldið sem um ræðir verður á bókasafninu á Reykhólum á venjulegum afgreiðslutíma safnsins kl. 19-21 núna á þriðjudagskvöld, 20. ágúst. Boðið verður upp á létta hressingu. „Hittumst öll og eigum skemmtilega stund saman við að veita safninu svolitla aðstoð við að koma enn fleiri bókum inn,“ segir Harpa Eiríksdóttir bókavörður.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31