Tenglar

14. september 2011 |

Hvar er sáttin? Hverja þykist Ögmundur vera að sætta?

Vestfjarðavegur 60 sumarið 2010.
Vestfjarðavegur 60 sumarið 2010.

„Sama dag og Ögmundur ráðherra samgöngumála sló okkur utan undir og veitti áframhaldandi byggð og uppbyggingu í Barðastrandarsýslum náðarhöggið, sem helst mætti líkja við hryðjuverk, þá klippti hann á borðann á nýrri brú yfir Hvítá suður í Hrunamannahreppi, þannig að nú geta sveitungar í Bláskógabyggð nýtt sér Ríkið á Flúðum og íbúar í Hrunamannahreppi geta farið í banka hinumegin við Hvítá. Greinilega gildir ekki sama mat á því hvar er brýn þörf á samgöngubótum. Nú óttast ég að þolinmæði Vestfirðinga sé á þrotum. Við sættum okkur ekki lengur við þetta aðgerðaleysi í vegamálum“, eru niðurlagsorð Kolbrúnar Pálsdóttur, sem er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Vesturbyggð (formaður bæjarráðs í sex ár) og nú hótelstýra í Bjarkalundi í Reykhólasveit, í grein sem hún sendi vefnum til birtingar.

 

Grein Kolbrúnar í heild er að finna undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér til vinstri undir ofanritaðri fyrirsögn.

 

Sjá einnig:

09.09.2011  Úrskurður varðandi vegamálin: Sama leið áfram (21 aths. hafa verið skrifaðar síðdegis 14. sept.)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31