Tenglar

29. september 2016 | Umsjón

Hvar ertu á kjörskrá?

Kjósendur geta kannað hér hvar þeir eru á kjörskrá í kosningunum til Alþingis 29. október. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, eða þann 24. september. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.

 

Kosningarétt við alþingiskosningarnar eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og lögheimili eiga hér á landi. Jafnframt eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2007 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag.

 

Þá eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar, sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2007, enda hafi umsókn þar um borist Þjóðskrá Íslands eigi síðar en í dag, 29. september. Umsóknareyðublöð um að verða tekinn á kjörskrá er að finna hér á vef Þjóðskrár.

 

Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarétt við alþingiskosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin eru danskir ríkisborgarar, sem eiga kosningarétt samkvæmt lögum nr. 85/1946, þ.e. þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu 10 árum fyrir þann tíma.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31