Tenglar

1. nóvember 2011 |

Hvassviðrið þráláta loksins, loksins að ganga niður

Loksins á sjötta tímanum síðdegis í dag gerðist það í fyrsta sinn frá því laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld, að ekki mældust á hverjum einasta klukkutíma vindhviður yfir 20 m/sek á veðurstöðinni neðan við Reykhóla. Þetta eru þrír heilir sólarhringar og þrír fjórðu úr hinum fjórða eða samtals 90 klukkutímar. Oft voru hviðurnar á þessum tíma á bilinu 25-29 m/sek. Allan tímann var norðaustanátt þangað til í dag þegar hann snerist alveg í norðrið.

 

Meðfylgjandi mynd er skjáskot af vef Veðurstofu Íslands og sýnir veðrið á Reykhólastöðinni kl. 14 í dag. Þá var meðalvindhraði 21 m/sek af hánorðri en mesta vindhviða eða mestu vindhviður 29 m/sek. Naumast þarf að taka fram, að víða eru miklu meiri vindstrengir og harðari hviður en á sléttlendinu neðan við Reykhóla þar sem stöðin er.

 

„Þetta verður svona fram á höfuðdag“, sagði bölsýnn maður á Reykhólum í morgun. Þess má geta, að næsti höfuðdagur er 29. ágúst á næsta ári.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31