Tenglar

25. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Hvatt til þátttöku í Félagi eldri borgara

Stjórn og varastjórn Félags eldri borgara: Guðrún, Guðbrandur, Víví, Björk, Þrúður og Jóna Valgerður. Halldór vantar á myndina.
Stjórn og varastjórn Félags eldri borgara: Guðrún, Guðbrandur, Víví, Björk, Þrúður og Jóna Valgerður. Halldór vantar á myndina.

„Okkur vantar fleiri virka félaga ef félagið á að starfa áfram af sama krafti,“ segir í tilkynningu frá stjórn Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi. Félagið er opið 60 ára og eldri og líka mökum þó að þeir séu yngri. „Þið sem eruð hress og ung í anda, komið endilega til liðs við okkur til að efla það góða starf sem er í félaginu. Það væri gaman að fá ykkur með.“

 

Ýmis fríðindi fylgja félagsaðild, svo sem afsláttur hjá fjölda verslana og á margs konar þjónustu um land allt, afsláttur á bensíni og fleira. Algengt er að afslátturinn sé 10-20% en hann getur verið bæði minni og meiri en það.

 

Núna eru um sjötíu manns í félaginu, mikill meirihluti í Dalabyggð en nokkuð á annan tuginn í Reykhólahreppi.

 

Stjórnin er þannig skipuð: Þrúður Kristjánsdóttir formaður, Víví Kristóbertsdóttir varaformaður, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir ritari, Björk Bárðardóttir gjaldkeri og Guðbrandur Þórðarson meðstjórnandi. Í varastjórn eru Guðrún Björnsdóttir og Halldór Þórðarson.

 

Vinsamlegast látið þetta berast til fólks sem e.t.v. veit ekki um aldursmörkin (60 ár) eða þann hag sem félagsfólki stendur til boða. Líka væri gott að láta þá vita sem hugsanlega eru lítið í tölvum.

 

Sjá einnig:

Félag eldri borgara: Starfið fram til vors

Þrjú námskeið á döfinni hjá Félagi eldri borgara

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31