29. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is
Hvatt til þátttöku í Krabbameinsfélagi Breiðfirðinga
Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga verður haldinn í Rauðakrosshúsinu í Búðardal í kvöld, mánudag, og hefst kl. 17. Auk venjulegra aðalfundarstarfa og annarra mála verður kjörinn fulltrúi á fund Krabbameinsfélags Íslands og sýnd fræðslumynd um ristilspeglun til varnar gegn krabbameini. Stjórn félagsins hvetur alla núverandi félaga og aðra velunnara til að koma á fundinn. Nýir félagar velkomnir.
Kaffiveitingar í boði félagsins. „Fjölmennum og styrkjum starfið,“ segir í tilkynningu frá stjórninni.