Tenglar

23. febrúar 2011 |

Hvenær eiga Reykhóladagarnir að vera?

Frá Reykhóladeginum 2008.
Frá Reykhóladeginum 2008.
Harpa Eiríksdóttir, nýráðinn ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps, þarf núna fyrir vikulokin að negla niður dagsetningu Reykhóladaganna í sumar. Hún óskar eindregið eftir skoðunum og tillögum í því efni. Ástæða þess hversu snarlega þarf að ákveða þetta núna er að tímasetningunni þarf að koma í viðburðadagskrána í Símaskránni.

 

Byggðarhátíðin Reykhóladagurinn hefur verið haldin hátíðleg í lok ágúst í nokkur ár. Á síðasta ári breyttist nafngiftin og talað var um Reykhóladaga, vegna þess að þá spönnuðu viðburðirnir allt frá föstudegi til sunnudags. Væntanlega verður svo einnig í ár, og jafnvel allt frá fimmtudegi.

 

Spurningunni um tímasetningu Reykhóladaganna var velt upp hér á vefnum í lok síðasta mánaðar. Þá komu fram þær skoðanir, að þeim skyldi flýtt til fyrstu helgarinnar í ágúst. Meðal annars væri heppilegt að tengja þá með einhverjum hætti við Ólafsdalshátíðina, sem er haldin um þá helgi.

 

Jafnframt má spyrja álits á því, hvort vilji sé fyrir því að tala um Reykhólahátíð fremur en Reykhóladaga.

 

Endilega látið í ljós álit á þessu, annað hvort hér í athugasemdadálkinum eða í tölvupósti til Hörpu Eiríksdóttur - nema hvort tveggja sé!

 

Sjá einnig:

30.01.2011  Er rétt að færa Reykhóladaginn framar?

31.08.2010  Um 400 manns sóttu viðburði laugardagsins

25.08.2010  Mjög fjölbreytt dagskrá á Reykhóladögum 2010

20.08.2008  Reykhólahreppur meðal stofnenda Ólafsdalsfélagsins

 

Athugasemdir

Björk Stefánsdóttir, mivikudagur 23 febrar kl: 22:51

frábært að fá umræðu um þetta svona snemma,
mér líst vel á helgina 12-14. ágús, hef góða tilfinningu fyrir góðu veðri þá haha

Hlynur Stefánsson, fimmtudagur 24 febrar kl: 10:11

5-7 ágúst.

Hanna Lára, fimmtudagur 24 febrar kl: 12:47

Já sammála 5-7 ágúst :)

Guðrún Guðmundsdóttir, fimmtudagur 24 febrar kl: 17:07

Helgina eftir verslunarmannahelgi 5-7 ágúst.

Íris Ósk, fimmtudagur 24 febrar kl: 22:23

5-7 ágúst fær mitt atkvæði.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30