Hver á eða veit um myndir af Skugga?
Áformað er að koma upp skilti í Júkkaskógi í Skógum í Þorskafirði til heiðurs manninum sem kom skóginum á legg, Jochum Eggertssyni, sem þjóðkunnur var undir nafninu Skuggi. Hér með er lýst eftir ljósmyndum af honum sem brúkast gætu á skiltið. Bæði væri þá hægt að senda þær í tölvupósti á netfangið vefstjori@reykholar.is eða senda umsjónarmanni vefjarins til innskönnunar og helst þá að hringja áður eða hafa samband í netpósti. Þeim yrði skilað aftur umsvifalaust.
Myndina sem hér fylgir tók Þorsteinn Jósepsson. Hún birtist í Sunnudagsblaði Tímans í nóvember 1966, en Jochum hafði andast í febrúar það ár. Þarna er hann í skógarlundi heima í Skógum. Þessi mynd er tæpast heppileg til þeirra nota sem hér um ræðir.
Sjá tengt efni:
► Lesbók Morgunblaðsins 19. mars 1950
► Sunnudagsblað Tímans 13. nóvember 1966
► 09.12.2013 Viltu sækja þér jólatré inn í Skóga? (Þarna er svolítið um Jochum og Júkkaskóg).
► Wikipedia á íslensku: Jochum M. Eggertsson
Umsjónarmaður Reykhólavefjarins:
Hlynur Þór Magnússon
Barmahlíð, Reykhólum
380 Reykhólahreppur
434 7735, 892 2240
Þorsteinn Antonsson, sunnudagur 16 febrar kl: 09:07
Fyrsta myndin sem ég sé af Skugga. Ég skrifaði ritgerð um hann sem er í bók minni Sjáendur og utangarðsskáld. Kynntu þér hef þú hefur ekki gert það fyrr. Kv. Þ.