Tenglar

15. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Hver á eða veit um myndir af Skugga?

Jochum Eggertsson í Skógum.
Jochum Eggertsson í Skógum.

Áformað er að koma upp skilti í Júkkaskógi í Skógum í Þorskafirði til heiðurs manninum sem kom skóginum á legg, Jochum Eggertssyni, sem þjóðkunnur var undir nafninu Skuggi. Hér með er lýst eftir ljósmyndum af honum sem brúkast gætu á skiltið. Bæði væri þá hægt að senda þær í tölvupósti á netfangið vefstjori@reykholar.is eða senda umsjónarmanni vefjarins til innskönnunar og helst þá að hringja áður eða hafa samband í netpósti. Þeim yrði skilað aftur umsvifalaust.

 

Myndina sem hér fylgir tók Þorsteinn Jósepsson. Hún birtist í Sunnudagsblaði Tímans í nóvember 1966, en Jochum hafði andast í febrúar það ár. Þarna er hann í skógarlundi heima í Skógum. Þessi mynd er tæpast heppileg til þeirra nota sem hér um ræðir.

 

Sjá tengt efni:

Lesbók Morgunblaðsins 19. mars 1950

Sunnudagsblað Tímans 13. nóvember 1966

09.12.2013 Viltu sækja þér jólatré inn í Skóga? (Þarna er svolítið um Jochum og Júkkaskóg).

Wikipedia á íslensku: Jochum M. Eggertsson

 

Umsjónarmaður Reykhólavefjarins:

Hlynur Þór Magnússon

Barmahlíð, Reykhólum

380 Reykhólahreppur

434 7735, 892 2240

 

Athugasemdir

Þorsteinn Antonsson, sunnudagur 16 febrar kl: 09:07

Fyrsta myndin sem ég sé af Skugga. Ég skrifaði ritgerð um hann sem er í bók minni Sjáendur og utangarðsskáld. Kynntu þér hef þú hefur ekki gert það fyrr. Kv. Þ.

Umsjónarmaður, mnudagur 17 febrar kl: 22:33

Komið hafa í leitirnar stúdíómyndir af Jochum Eggertssyni ungum. Segið svo að Reykhólavefurinn geti ekki komið að gagni!

Sigrún Guðjónsdóttir, rijudagur 06 janar kl: 09:41

Komdu sæll Hlynur,
þar sem ég er að fara í gegnum safn Jochums Eggertssonar hér á Landsbókasafninu þá langar mig að segja þér frá því að það er nokkkuð af ljósmyndum í því en þar sem í fæstum tilvikum er skrifað á þær af hverjum þær eru þá treysti ég mér ekki til að segja hvort einhverjar séu af Jochum sjálfum, því væri best ef þú gætir skoðað þær sjálfur við tækifæri

Kveðja,
SG

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30