Tenglar

16. maí 2015 |

Hver veit um aldur trésins?

Sitkagrenislundurinn hávaxni við Berufjörð í Reykhólasveit, fegursta fjörð í heimi, eins og sagt hefur verið.
Sitkagrenislundurinn hávaxni við Berufjörð í Reykhólasveit, fegursta fjörð í heimi, eins og sagt hefur verið.

Í framhaldi af fréttinni í gær um hæsta tréð á Vestfjarðakjálkanum, sitkagrenishöfðingjann í „hlíðinni minni fríðu“ í Reykhólasveit, vill Sæmundur Kr. Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skjólskóga, nota tækifærið og lýsa eftir upplýsingum um aldur trésins. „Ég hef ekki getað fengið öruggt ártal en sjálfsagt er um að ræða 5. áratuginn. Öspin í Haukadal er hins vegar svokölluð þjóðhátíðarösp, gróðursett sem slík 1974, en þá nokkurra ára pottaplanta,“ segir hann.

 

Hér með er þessu komið á framfæri. Upplýsingar má hvort heldur senda í netfangið vefstjori@reykholar.is eða skrifa í athugasemdir hérna fyrir neðan.

 

Athugasemdir

Þrymur Sveinsson, sunnudagur 17 ma kl: 00:21

Það er minnst á gróðursetningu trjáplantna í Árbók Barðastrandarsýslu 1953, bls. 139 - 140. Frekari aðgerðum var lýst árið eftir í Árbókinni 1954, bls 99 þar sem talað er um að furan þrífist ekki en bundnar séu vonir við að eitthvað af greniplöntunum haldi velli. Mig minnir að amma mín Ingibjörg Árnadóttir hafi sagt mér að Jens Guðmundsson kennari hafi ásamt fleirum sem voru í skógræktarfélaginu Björk gróðursett þessar trjáplöntur og hafi nefnt árið 1954.

Orn Eliasson, sunnudagur 17 ma kl: 14:04

Eg man eftir ad fadir minn, Sigurdur Eliasson, kalladi girdinguna i Barmahlid 'skograektargirdinguna'. Einnig veit eg ad pad var skograektunarfelag a peim tima. Eg man eftir ad skograektunarfelagid stod fyrir grodursetningu trjaplantna i Barmahlid, og var eg med i einni slikri ferd. Kom pa hopur folks til ad grodursetja. Eg var latinn fa litinn haka og strigapoka med greniplontum (20-25 cm haar). Eg var liklega 7-8 ara gamall, pannig ad pad hefur liklega verid sumarid '58 eda '59. Minnir mig ad eg hafi pa sed smavaxin grenitre i hlidinni (ekki alveg oruggur med pad), og er pad mogulegt ad pau hafi verid grodursett fyrr, '53 eda '54 eins og segir her ad ofan. Einnig man eg ad folk var svartsynt a ad trein mundu prifast. Eitthvad af pessum trjam hefur greinilega lifad. Eg man eftir annarri slikri ferd nidur i Hvannabrekku, en ekki veit eg hvernig tokst til med pa grodursetningu. Skjolbelti i kringum Stodina prifust aldrei.

Dalli, sunnudagur 17 ma kl: 21:31

Ég man eftir ca. 30 sm. háum plöntum við Þúfnalækinn 1957( ca). Nú veit ég ekki hvort tiltekið tré er eitt af þeim.

Kristín IngibjörgTómasdóttir, mnudagur 18 ma kl: 20:13

'Ég hef öruggar heimildir fyrir því, að 28 mai 1948 var komir með trjágreinar vestur og þær gróðursettar inn á Barmahlíð 30. mai 1948.
Þá tel ég að búið hafi verið að stofna "Skógræktarfélagið Björk" og jafnframt að girðingarvinnu hafi verið lokið um það land sem skógræktinni hafi verið úthlutað.

Þrymur Sveinsson, mnudagur 18 ma kl: 21:24

Á einhver í fórum sínum gögn eða frekari vitneskju um "Skógræktarfélagið Björk". Bréf eða fundargerðarbók félagsins?

Kristín IngibjörgTómasdóttir - viðbót., mnudagur 18 ma kl: 21:28

Nánari upplýsingar úr dagbók Hjartar Þórarinssonar:

Nokkrir félagar í "UMF Aftureldingu" gróðursettu 250 greintrésplöntur í skógræktargirðingunni 9. júli 1949.

11. júli sama ár gróðursetti sami hópur 250 furuplöntur í girðingunni.

20. ágúst 1950 var "Skógræktarfélagið Björk" stofnað á aðalfundi "UMF Afureldingar" en skógræktin hófst á vegum Ungmennafélagsins.

Ath.
Í fundargerðabókum "UMF" er hægt að sjá hvenær farið var að vinna við girðinguna og afla fjár til hennar. Það gæti hafa verið í fyrsta lagi 1944 eða 1945 sem við vorum að girða landið. En mest allur kraftur félagsins fór í sundlaugarbygginguna á þessum árum.

Hj.Þ.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31