Tenglar

18. febrúar 2017 | Umsjón

Hvergi alhvítt á veðurstöð á landinu

Snjólétt á Reykhólum þennan daginn ...
Snjólétt á Reykhólum þennan daginn ...
1 af 4

„Hvergi er nú alhvítt af snjó á landinu á veðurstöð og aðeins á stöku stað er jörð flekkótt.“ Svo mælir Sigurður Þór Guðjónsson veðursagnfræðingur í bloggi sínu Nimbus á Moggablogginu. „Það er ekki oft sem það er svona snjólítið á láglendi í miðjum febrúar,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur þegar blogg Nimbusar er borið undir hann.

 

„Reyndar er nú spáð snjó eftir helgi - hvað sem svo verður úr því,“ segir Trausti.

 

„Hiti verður með mildara móti um helgina, en útlit fyrir að það kunni að breytast um miðja næstu viku og að loks geri almennilegt vetrarveður, sem vissulega er í takti við árstíðina,“ skrifar veðurfræðingur Veðurstofu Íslands í gær og spáir norðanáttum í næstu viku.

 

Hlýrra var árið 1932

 

Þegar febrúar er hálfnaður er meðalhitinn í Reykjavík 4,05 stig. Hann hafði aðeins einu sinni verið meiri fyrstu 14 dagana, segir Sigurður Þór. Það var árið 1932, fyrir 85 árum, þegar hann var 4,5 stig en sá mánuður tók enn meiri hlýindakipp seinni hlutann og endaði með meðalhita upp á ótrúleg 5,0 stig. Hann er langhlýjasti febrúar sem mælst hefur á landinu og í Reykjavík.

 

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

 

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar á Reykhólum um klukkan hálftvö í dag, eða nálægt „réttu“ hádegi. Þá var mjög hægur vindur af austnorðaustri, sólin skein skjannabjört og hitinn var rétt um fjögur stig. Ekki er nú snjórinn í Reykjanesfjallinu mikill, ef kalla mætti þessar litlu eftirlegufannir snjó. Skýjaslæðan vinstra megin á fyrstu mynd er útþynnt rák eftir þotu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31