Tenglar

17. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Hvergi meiri þekkingu safnað um vélvæðinguna

Myndir: Sigurður Skarphéðinsson, formaður Fergusonfélagsins.
Myndir: Sigurður Skarphéðinsson, formaður Fergusonfélagsins.
1 af 6

„Ég sagði við konu mína þegar ég lagði af stað að það myndu koma að minnsta kosti tíu“, segir Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri um aðsóknina að „traktorafundinum“ í Vogalandi í Króksfjarðarnesi á þriðjudag. Svo fór þó að 57 manns sátu fundinn, þar af 53 gestir auk Bjarna og þriggja manna frá Fergusonfélaginu. Hann segir að þetta hafi samt kannski ekki átt að koma alveg á óvart í ljósi hinnar miklu ræktarsemi manna í Reykhólahreppi við gamlar landbúnaðarvélar, ekki síst þeirra Grundarbræðra og Arnórs í Nesi.

 

„Svo komu Strandakarlarnir þarna líka og Dalamenn. Samt var þetta nú meira en við gátum nokkurn tímann átt von á og jafnaði reyndar met sem sett var á svona fundi sem við vorum með austur á Egilsstöðum“, segir Bjarni, sem þótti gaman á fundinum.

 

„Það má alveg koma hérna fram, að ég held að Austur-Barðastrandarsýsla sé sú sýsla sem er hvað best búin að samantekinni þekkingu um vélvæðingu landbúnaðarins, því að þeir þremenningarnir sem ég nefndi hafa verið svo iðnir að tína saman fróðleik um þetta.“

 

Myndirnar sem hér fylgja frá fundinum í Vogalandi tók formaður Fergusonfélagsins, Sigurður Skarphéðinsson á Minna-Mosfelli í Mosfellssveit.

 

Sjá einnig skemmtilega og fróðlega frétt sem Bjarni skrifaði á vef Landbúnaðarsafns Íslands:

Veglegur fundur í Vogalandi

 

Reykhólavefurinn 7. mars 2013: Frá Torfa í Ólafsdal til traktora nútímans

Fergusonfélagið

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31