Tenglar

10. desember 2016 | Umsjón

Hverjir kannast við átgrindur fyrir sauðfé?

Teikning: Bjarni Guðmundsson.
Teikning: Bjarni Guðmundsson.

Þegar innifóðrun sauðfjár óx að magni og tími sauðamanna styttist ágerðist þörfin fyrir það að hafa nokkra stjórn á slæðingi heys úr jötum fjárins. Ær eru þeirrrar náttúru eins og fleiri að vilja kanna fæðuúrvalið og trúa því gjarnan að betra hey bíði á öðrum stað jötunnar en þær eru staddar við hverju sinni. Hugsandi með vömbinni einni og gúlann fullan af heyi eiga þær til að slæða illilega og fordjarfa þannig guðs gjöfum og svitastorkinni fyrirhöfn bóndans og þýðis hans á hásumri.

 

Snyrtimenni vildu ekki una þessu og gripu til ýmissa gagnráðstafana.

 

Þetta skrifar Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri á vef Landbúnaðarsafns Íslands. Og heldur áfram:

 

Úr bernsku minnist heimsíðungur þess að um heimasveit (í Dýrafirði) tók að breiðast sá siður að leggja átgrindur ofan á heyið eftir að gefið hafði verið á jötu. Þetta voru léttar og liprar grindur gjörðar úr tré og þannig að þær náðu vel yfir heyið í jötunni en fénu gafst að kroppa heyið upp á milli rimla þeirra.

 

Grindurnar þóttu til bóta og sáust víða. Nú eru þær löngu horfnar í húmsins haf enda aðrar lausnir komnar til þess að ráða við sama vanda ...

 

Heimsíðungur hefur velt því fyrir sér hvaðan siður þessi er kominn og hversu útbreiddur hann var. Væri gaman að heyra/sjá frá þeim er við hann kannast, eða aðrar aðferðir sem gripið var til í sama skyni. Líklega varð siðurinn giska útbreiddur auk þess sem einhverjir brugðu á það ráð að smiða grindurnar úr málmi og hafa þær sem fastan hluta jötu en þá á lömum ...

 

Landbúnaðarsafn Íslands

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31