Tenglar

24. maí 2016 |

Hverjir kannast við bólustreymi?

Koltvísýringsbólur, reyndar ekki í Breiðafirði heldur í gosdrykk.
Koltvísýringsbólur, reyndar ekki í Breiðafirði heldur í gosdrykk.

„Við erum að aðstoða Hrönn Egilsdóttur hjá Háskóla Íslands, sem rannsakar súrnun sjávar við Ísland,“ segir Jón Einar Jónsson líffræðingur, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi. „Leitað er að stöðum þar sem koltvísýringsgas flæðir af hafsbotni og birtast þá loftbólur upp úr sjónum, stöðugt streymi eða loftbólur á stangli. Í Breiðafirði eru heimildir um þessi svokölluðu bólustreymi, sérstaklega norðanmegin. Við spyrjum: Kannast menn við staði þar sem loftbólur birtast upp úr sjó?“

 

Og hvers vegna skyldu vísindamennirnir hafa áhuga á þessu?

 

„Súrnun sjávar – lækkandi sýrustig vegna uppleysts koltvísýrings í sjó – er alvarlegt umhverfisvandamál sem vísindamenn leitast nú við að rannsaka. Við slíkar rannsóknir er hægt að nota staði í sjó þar sem CO2 loftbólur berast náttúrulega af hafsbotni. Hægt væri að skoða lífríkið í kringum slík bólustreymi til þess að skilja betur áhrif súrnunar sjávar í framtíðinni. Slík fyrirbæri eru afar sjaldgæf á heimsvísu og því afskaplega verðmæt fyrir vísindasamfélagið. Vísindamenn við Háskóla Íslands leita nú að svona stöðum við Ísland.

 

Þeir sem kynnu að þekkja til þessa bólustreymis eru beðnir að hafa samband við Jón Einar.

 

Fræðigrein um breytingar á fjölda æðarhreiðra (Reykhólavefurinn 18. des. 2015)

 

Jón Einar Jónsson: Stórar áætlanir kalla á spurningar (Reykhólavefurinn 22. okt. 2015)

 

Um Jón Einar Jónsson (á vefsetri Háskóla Íslands)

 

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi

 

Athugasemdir

Hilmar Pálsson, mivikudagur 25 ma kl: 08:18

loftbólur stíga upp frá botni fyrir utan heit sker í mynni Reykjafjarðar rétt við Reykjanes í Ísafjarðardjúpi, sést vel er sjór er stilltur og logn.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30