Tenglar

14. mars 2012 |

Hverjir vilja selja á Sumarmarkaði Vestfjarða?

Frá Sumarmarkaði Vestfjarða á Patró.
Frá Sumarmarkaði Vestfjarða á Patró.

Fundur um Sumarmarkað Vestfjarða 2012 verður haldinn í Skor, þekkingarsetri á Patreksfirði, á mánudag kl. 20. Áhugasamt fólk er hvatt til að koma en hafa að öðrum kosti samband við Gróu Bjarnadóttur í síma  864 9675. Þetta verður fjórða sumarið sem markaðurinn er haldinn á Patreksfirði. Fyrsti markaðsdagurinn hefur verið um hvítasunnu (síðasta helgin í maí að þessu sinni) og síðan á laugardögum sumarlangt.

 

Reynt hefur verið að skapa skemmtilega markaðsstemmningu í bland við uppákomur og fjör en til þess að það takist þurfa að vera að minnsta kosti tíu seljendur hverju sinni með mismunandi varning. Að sögn aðstandenda þessa framtaks eru þátttakendur síðustu þrjú árin sammála að þetta sé afar skemmtilegt en það þurfi að vera fleiri.

 

Búast má við enn fleiri ferðamönnum á suðursvæði Vestfjarða en undanfarin ár og markaðurinn er því tilvalið tækifæri að koma heimagerðum vörum og handverki á framfæri. Matvaran hefur verið sérstaklega vinsæl og mikið spurt eftir vestfirskum vörum framleiddum á svæðinu.

 

Reglur um markaðs- og götuverslun með matvæli

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30