Tenglar

14. apríl 2009 |

Hvernig Litla flugan varð til ...

Sigfús Halldórsson.
Sigfús Halldórsson.

Hér var í gærkvöldi óskað eftir upplýsingum um Litlu fluguna, hið sívinsæla lag Sigfúsar Halldórssonar við texta Sigurðar Elíassonar á Reykhólum, og hvernig það varð til. Ekki stóð á viðbrögðum, því að strax í morgun barst tölvuskeyti frá Vilhelmínu Þór, dóttur séra Þórarins og Ingibjargar Þór, sem á þeim tíma voru prestshjón á Reykhólum. Frásögn Vilhelmínu fer hér á eftir.

 

Það var veturinn 1951 til 1952, að Sigfús Halldórsson dvaldi hjá vinum sínum séra Þórarni Þór og Ingibjörgu Þór á Reykhólum. Sigfús hafði lent í slysi og dvaldi sér til endurhæfingar og hressingar á Reykhólum þennan vetur. Í desember var prestsfjölskyldan ásamt Sigfúsi í boði hjá Sigurði Elíassyni og Önnu konu hans. Sigurður dró fram brag sem hann hafði nýlega ort og er Sigfús hafði lesið braginn spurði hann Sigurð hvort hann mætti nota tvö síðustu erindin. Það var auðsótt, Sigfús settist við píanóið og til varð lagið um litlu fluguna.

 

Við börnin á bæjunum lærðum lagið og textann strax og á jólaballinu tók öll sveitin undir. Það var svo eftir áramótin sem Pétur Pétursson hjá Ríkisútvarpinu átti samtal við Sigfús, hann spilaði og söng lagið, og samstundis varð það þekkt um allt land. Framhaldið þekkja svo allir, lagið er enn með þeim allra vinsælustu hjá íslenskri þjóð.

 

Úr því að farið er að ræða um Sigfús og tengingu hans við Reykhóla má ég til með að segja frá því, að árið 1964 var haldið brúðkaup Vilhelmínu Þór og Magnúsar Sigurðssonar í nýrri Reykhólakirkju. Séra Þórarinn Þór gaf saman Vilhelmínu dóttur sína og Magnús, og í veislunni sem var haldin í Bjarkalundi frumflutti Sigfús og gaf brúðhjónunum lagið „Í grænum mó". Þetta lag þekkja líka margir og er oft sungið.

 

Annað lag (sálmalag) frumflutti Sigfús við messu í Reykhólakirkju og tileinkaði vini sínum séra Þórarni Þór, en það er sálmalagið „Ljósanna faðir líkna þú".

 

Vilhelmínu Þór eru færðar bestu þakkir fyrir þessa frásögn um upphaf Litlu flugunnar og annan skemmtilegan fróðleik sem hér kemur fram.

 

Athugasemdir

Orn Eliasson, sunnudagur 30 oktber kl: 22:59

Eg er sonur Sigurdar og svona var mer sogd sagan: Mer skilst ad Sigfus hafi fundid kvaedid a bladi sem hafdi verid brotid saman og lagt inn i bok. Fadir minn vedjadi vid Sigfus ad hann mundi ekki geta samid lag vid kvaedid a fimmtan minutum, og hann tapadi audvitad vedmalinu. Pad eru fleiri erindi i kvaedinu, en adeins tvo hafa verid birt. Kaer kvedja til allra a Reykholum. Ossi.

Thora Mack, mnudagur 16 jl kl: 01:32

What most people don't know is that Sigfus wrote a second verse to the song while playing at a summer dance in Hafnarskoga across from Borganesi.
My mother, Gudny Jonsdottir Schrader, had been singing it to me for many years but was always missing one line of the verse, the line came to her suddenly one morning and here is the full second verse...

Eg legg mig oft of laet mig um thig dreyma
I little baenum allt er kyrrt og rott
Myndir af ther minningarnar geyma
Eg man thaer, finn thaer allar kverja nott
En ef eg aetla ad sofna saett a dagin
Er sifelt fluga ad kitla nefid mitt
Og flugam thytur ut um allan baeinn
Og flugam sudar sifelt nafnid thitt.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31