Tenglar

17. apríl 2018 | Sveinn Ragnarsson

Hvernig svafstu?

Fræðslufundur um svefn verður haldinn í matsal Reykhólaskóla mánudaginn 30. apríl kl. 20:00. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu með sérstakri áherslu á svefn meðal barna og unglinga. 

Fyrirlesari  er Dr. Erla Björnsdóttir. Erla er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð svefnvanda og gaf nýlega út bókina Svefn. Erla vinnur við rannsóknir á svefni við Háskóla Íslands og rekur Sálfræðiráðgjöfina þar sem hún aðstoðar fólk sem glímir við svefnvanda. Fyrirlesturinn er í boði Félagsþjónustunnar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30