Tenglar

9. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Hvernig væri að ganga í átthagafélag?

Séð yfir Berufjörð til Reykhóla og út yfir Breiðafjörð. Ljósm. © Árni Geirsson.
Séð yfir Berufjörð til Reykhóla og út yfir Breiðafjörð. Ljósm. © Árni Geirsson.

Átthagafélögin tvö með barðstrendsku og breiðfirsku ræturnar sem starfa syðra eru vissulega komin til ára sinna en bera aldurinn vel. Breiðfirðingafélagið var stofnað árið 1938 en Barðstrendingafélagið snemma árs 1944 og þannig eru þau bæði eldri en íslenska lýðveldið. Ekki liggur fyrir hér og nú hvort fyrsti forseti Íslands hefur verið þar félagsmaður en vissulega hefur hann verið gjaldgengur í þeim báðum eins og hér skal greina:

 

Björn Jónsson ritstjóri og síðar Íslandsráðherra, næstur á eftir Hannesi Hafstein, var frá Djúpadal í Gufudalssveit í Austur-Barðastrandarsýslu við Breiðafjörð. Sonur hans var Sveinn Björnsson ríkisstjóri sem síðan varð fyrsti forseti lýðveldisins rigningardaginn 17. júní 1944.

 

Hvernig væri nú að fólk ættað úr héruðunum þar sem þessi félög eiga rætur kynni sér starf þeirra og gangi í þau, annað þeirra eða jafnvel bæði, ef ekki hefur orðið af því enn? Þar er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. Bæði eru þau með félagsmiðstöðvar í Reykjavík.

 

Vefur Breiðfirðingafélagsins

Vefur Barðstrendingafélagins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31