Tenglar

5. febrúar 2015 |

Hvernig væri að halda markað í Reykhólaskóla?

Anna Björg Ingadóttir kennari á Reykhólum hefur varpað fram þeirri hugmynd að haldinn verði markaður í Reykhólaskóla. Hann yrði með þeim hætti að fólk gæti komið með vörur og selt, hvort sem það væri eigin framleiðsla, handverk eða bara eitthvað gamalt úr bílskúrnum.

 

„Okkur Önnu Björgu langar að kanna áhuga á þessu og óskum eftir að fólk hafi samband við aðra hvora okkar ef það hefur áhuga á að selja einhverja hluti,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal, sem einnig starfar við skólann.

 

Netföngin þeirra eru johanna@reykholar.is og annabjorg65@gmail.com.

 

Athugasemdir

María Játvarðardóttir, laugardagur 07 febrar kl: 19:15

mig langar að bæta við að mér finnst góð hugmynd að,láta frá,sér matarkyns hluti sem mann langar ekki að,eiga heldur gefa og fólk má bara taka. Þá er ég að tala um t.d. Þurr mat alls konar

Anna Björg Ingadóttir, mivikudagur 11 febrar kl: 12:05

Hæ hæ

Góð hugmynd María, það er einmitt málið að allt sé í boði :) Gæti verið gaman ef það yrði kaffihús líka þannig að maður gæti líka bara komið til að skoða, sjá aðra og spjalla. En ef einhver hefur áhuga þá væri voða fínt ef þið senduð á mig eða Jóhönnu tölvupóst.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30