Tenglar

14. nóvember 2009 |

Hvernig viljum við sjá Vestfirði eftir fimm ár?

Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Fyrsti fundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða um stefnumótun í ferðaþjónustu á Vestfjörðum fór fram í Bjarkalundi í Reykhólasveit á laugardaginn fyrir viku. Að sögn Sigurðar Atlasonar, formanns Ferðamálasamtaka Vestfjarða, var fundurinn mjög vel sóttur og lífleg umræða í gangi. „Mikill hugur er í mönnum og við bara gríðarlega ánægð með þátttökuna og hvernig þetta fór fram“, segir Sigurður. „Þarna var fólk úr báðum sveitum og skiptingin nokkuð jöfn á milli Strandamanna og þeirra sem búa á Reykhólum. Fólk úr öllum greinum innan ferðaþjónustunnar mætti og umræðurnar voru líflegar. Það kom ekkert nýtt fram, í sjálfu sér, en samræðan er svo gríðarlega mikilvæg og það að velta upp hugmyndum um hvernig við viljum sjá Vestfirði eftir fimm ár.“

 

Tveir aðrir sams konar fundir voru síðan haldnir í byrjun vikunnar, annar á Patreksfirði og sá þriðji og síðasti á Ísafirði. Ásgerður Þorleifsdóttir hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða mun vinna úr því sem fjallað var um á fundunum og gerir uppkast að stefnumótun ásamt stjórn Ferðamálasamtakanna.

 

„Svo verður líklega önnur fundaferð seinna í vetur áður en stefnan verður fullbúin í vor. Það hefur ekki verið unnin stefnumótun fyrir Ferðamálasamtök Vestfjarða í 15 ár og sannarlega kominn tími til. Við höfum valið þá aðferð að hugsa fimm ár fram í tímann, hvernig verður vestfirsk ferðaþjónusta eftir fimm ár? Og hvernig viljum við að samfélögin sem við búum í þróist jafnhliða þessari þjónustu?“ segir Sigurður Atlason í samtali við bb.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31