Tenglar

1. júní 2012 |

„Hvers vegna þennan feluleik?“

Guðjón D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson.

„Það kom eins og köld vatnsgusa framan í mig þegar mér var sagt nýlega, að Vogaland væri selt og á eina milljón króna. [...] Enga fann ég bókun um söluna í fundargerðum hreppsnefndar, hvorki samþykkt fyrir því að selja ætti Vogaland né heldur fyrir gerðum hlut. Nú vantar mig skýringar: Hvers vegna selja Vogaland án auglýsingar? Hvers vegna selja Vogaland án samþykktar hreppsnefndar (lögbrot)? Hvers vegna þennan feluleik?“

 

Þannig kemst Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum að orði í opnu bréfi til sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem hann sendi vefnum til birtingar. Bréfið í heild er að finna undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin og líka hér.

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 02 jn kl: 18:38

Dalli minn...þú færð aldrei svar við þessum spurningum þínum, öll mannana verk eru gerð í þágu almannaheilla...þessi gamli og góði ball-staður þar sem menn nutu víns og villtra meyja...er fyrir tíð núverandi stjórnlagaþings hér...nú gagnast best önnur lögmál...þöggun og þráhyggja eftir því að koma fólki í skylning um óhagkvæmni samkvæmt exelskjali...Þetta gamla hús er kanski ekki meira virði en það var selt á...en notagildi þess stendur alltaf fyrir sýnu....þar mætti reka yfir ferðamannatíman kaffihús....pöbb....með lifandi tónlist...gamlir popparar mundu notfæra sér eins og gerðist fyrir fáeinum dögum.....nei það er áhyggumynnst að gera ekki neitt...þannig náum við í gegn um kreppuna :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31