Tenglar

5. febrúar 2015 |

Hvers virði er Ísland?

Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í NV-kjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í NV-kjördæmi.

Það gengur ekki að einkaaðilar fari að selja inn á sín afmörkuðu svæði og við önnur svæði verði sett upp söluhlið þar sem sýna þarf náttúrupassa. Þessi ásýnd landsins fyrir ferðamenn er fráhrindandi og óaðlaðandi og mun fljótt skila sér í neikvæðri umræðu um landið, sem hefur fengið þá ímynd eftir mikla markaðssetningu að vera í hópi þeirra landa sem skarta fjölbreyttri náttúrufegurð og þar sem fjölbreytni er höfð í hávegum. Það er auðvelt að eyðileggja árangur áratuga vinnu við markaðssetningu í ferðamálum með illa ígrunduðum tillögum um náttúrupassa, sem þingmenn úr öllum flokkum hafa gagnrýnt undanfarið ásamt félagasamtökum og almenningi í landinu.

 

Þetta segir Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður, oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, í grein sem hún sendi vefnum til birtingar undir ofangreindri fyrirsögn. Einnig segir hún m.a.:

 

Við megum því engan tíma missa. Ekki einungis vegna ótta við að ferðamönnum til landsins fækki, heldur vegna þess að við erum vörslumenn náttúrunnar og það eru takmörk fyrir því hve Ísland þolir mikla ágengni ferðafólks á viðkvæmt vistkerfi landsins.

 

Þess vegna spyr ég „Hvers virði er Ísland?“ þegar náttúra landsins er annars vegar og fjármagna þarf viðhald hennar, uppbyggingu innviða og umhirðu ferðamannastaða. Mitt svar er að það sé fjársjóður hverrar þjóðar að varðveita sem best náttúruna. Við höfum til þess verkfæri í dag, sem er gistináttagjaldið, sem má útfæra betur í bland við komugjald á flugfarseðla.

 

Við skulum því ekki eyða orku í vondar tillögur um náttúrupassa. Málið þolir ekki bið og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verður að fá fjármagn strax til að rísa undir verkefnum sínum þar til lög um fjármögnun hans verða að veruleika.

 

Grein Lilju Rafneyjar má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin á síðunni.

 

Athugasemdir

María Maack, fstudagur 06 febrar kl: 11:07

Mér finnst gott að fólk viðri sínar skoðanir um gjald sem rynni til aðstöðu sem myndi verja náttúru fyrir of miklum ágangi. Mér hefur fundist spurningunni um það hvað verður í tilfelli annarra svæða ef helstu náttúruperlur eru skattlagðar sérstaklega - Það er að náttúrupassa þurfi til að komast að Gullfossi, Geysi, Landmannalaugum og Dettifossi til dæmis. Í fyrra gerðu nokkrir nemendur könnun á nokkrum stöðum þar sem hefur verið innheimt gjald og þar sem slíkt er ekki viðhaft. Í ljós kom að innviðir við Kerið (gjaldlagt) voru einna sístir fyrir vetrarferðamennsku af þeim stöðum sem skoðaðir voru.
- En hvað yrði sem sagt um ,,hina" staðina? - Þar sem ekki er rukkað. Værum við að bjóða hættunni heim með því að hvetja til þess að fjöldtúrismi yrði þá á öðrum stöðum frekar en við náttúruperlur? - Gistináttagjaldið finnst mér betra, virðisaukaskattur í neðra þrepi af allri ferðaþjónustu enn betri, og alveg koma til greina að innheimat lendigngargjald, einnig af Íslendingum, því að flug hefur mikil áhrif á umhverfið með sínum mikla útblæstri. - Við værum ekki að borga af útsýni okkar heldur leggja í púkk fyrir innviði sem nýtast við að verja ALLA eftirsótta náttúrustaði, - sem sagt allt Ísland sem liggur undir skemmdum af öllum ferðum, einnig þeim sem Íslendingar stunda.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31