Tenglar

26. júlí 2016 |

Hversu miklu máli skiptir landsbyggðin?

Þorgeir Pálsson.
Þorgeir Pálsson.

Man einhver eftir því að einhver ríkisstjórn á Íslandi hafi tekið þá pólitísku ákvörðun að viðhalda byggð á landsbyggðinni, óháð kostnaði? Man einhver eftir því að stjórnmálamenn hafi horft á allt landið sem sinn starfsvettvang og horft lengra fram í tímann en fjögur ár? Man einhver eftir því að jákvæð umræða um landsbyggðina hafi skyggt á þá neikvæðu? Það væri gaman að vita það, svona okkur öllum til fróðleiks.

 

Landsbyggðin skiptir miklu máli fyrir landið allt. Þetta er ekki bara spurning um heimili fyrir fjölda fólks, eða verðmætatölur sjávarafla í hagtölum, svo dæmi séu tekin. Í desember sl. kom út skýrsla, unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Þróunarsviði Byggðastofnunar. Þar kemur ýmislegt fram sem vert er að hafa í huga þegar fólk ræðir um landsbyggðina og stöðu hennar og byggir þessi grein að hluta til á henni.

 

Þannig hefst grein sem Þorgeir Pálsson, sem er í framboði fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi, sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér fyrir ofan. Lokaorð hennar eru þessi:

 

Allt of oft talar fólk um það sem valkost að búa á landsbyggðinni. Í þessum orðum felst vissulega þeirra skoðun eða trú sem allir eiga rétt á að hafa, en þarna liggur líka mikill misskilningur og þekkingarskortur. Íbúi á landsbyggðinni sem á fasteign sem er að verðgildi 30-40% af fasteignaverði í Reykjavík, hann á ekkert val. Hann selur ekki sína íbúð eða sitt hús og flytur í sambærilegt húsnæði í Reykjavík. Það er ekkert val, og að halda slíku fram er barnaskapur og skortur á þekkingu.

 

Við skulum því setja okkur það takmark öll, í anda grunngilda Pírata, að leita eftir upplýsingum og auka þekkingu okkar á aðstæðum. Þannig verður til málefnaleg, upplýst og uppbyggileg umræða, ekki fordómafull umræða hlaðin sleggjudómum og fáfræði. Landsbyggðin er gríðarlega mikilvæg allri þróun á Íslandi og þar liggja mörg af tækifærum framtíðarinnar. Þar liggur menningararfurinn, sagan og mannauðurinn, ekkert minni en á höfuðborgarsvæðinu. Þessa framtíð þarf að móta núna, og til þess þurfa íslensk stjórnvöld að taka ákvörðun um að það skuli búið á landsbyggðinni. Að landsbyggðin njóti nákvæmlega sömu grunngerðar og innviða og höfuðborgarsvæðið. Allt annað er óskynsamlegt.

 

Grein Þorgeirs má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31