Tenglar

19. apríl 2012 |

Hvorki Ísland né Reykhólahreppur undanskilin

Böðvar Jónsson skógræktarmaður í Skógum í Þorskafirði sendi vefnum slóð á heimildamynd á YouTube um skóga, eðli þeirra og mikilvægi í lífkeðju heimsins (Skógurinn og við - Of Forests and Men). Sameinuðu þjóðirnar útnefndu árið 2011 alþjóðlegt ár skóga og var þessi mynd gerð í tilefni af því. Hér er með henni íslenskur texti í flutningi Egils Ólafssonar leikara.

 

„Upplýsingarnar sem koma fram í myndinni gilda fyrir skóga um allan heim“, segir Böðvar. „Þar eru hvorki Ísland né Reykhólahreppur undanskilin, en það væri áhugavert að skoða hvort við gætum ekki lagt stærra lóð á vogarskálina en nú er.“

 

► Smellið hér til að horfa á myndina. Hún er tæplega átta mínútna löng.

 

Sjá einnig:

Böðvar Jónsson - Til nágranna og sveitunga í Reykhólahreppi (25. okt. 2009)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31