Tenglar

9. janúar 2023 | Sveinn Ragnarsson

Í athugun að fá ferjuna Röst í stað Baldurs

Röst
Röst
1 af 2

Vegagerðin skoðar það núna að kaupa norsku ferjuna Röst, til siglinga á Breiðafirði í stað ferjunnar Baldurs.

Síðastliðið haust auglýsti Vegagerðin eftir skipi til leigu til fimm mánaða til siglinga á Breiðafirði en einungis barst eitt tilboð. Það hljóðaði upp á ríflega 300 milljónir íslenskra króna sem er nær 50% hærra en gert var ráð fyrir í kostnaðaráætlun. Tilboðinu var því hafnað.

 

Á fundi fjárlaganefndar um miðjan desember kom fram að verði ferja leigð eða keypt til að fylla í skarð Baldurs sé það ferjan Röst, það sé eina ferjan sem í boði er.

 

Röst var smíðuð í Noregi árið 1991 og er 66 metrar á lengd og 13,4 metrar á breidd. Ferjan tekur 2.036 brúttótonn, 235 farþega og 42 bíla í hverri ferð. Röst hefur það fram yfir Baldur, auk þess að vera 12 árum yngri, að hún er með 2 aðalvélar en Baldur bara eina.

 

Til samanburðar er Baldur 68,3 m á lengd, 11,6 m á breidd og er 1.677 brúttótonn. Hann var smíðaður árið 1979. Baldur tekur 280 farþega og 49 bíla í ferð.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31