28. júlí 2019 | Sveinn Ragnarsson
Í dag sunnudag, 200 ára minning Jóns Thoroddsen
Kl. 14.00 mun Katrín Jakbosbsdóttir forsætisráðherra leggja krans á minnisvarða Jóns Thoroddsen, þaðan verður gengið í Hvanngarðabrekku þar sem dagskrá fer fram.
Katrín mun flytja erindi: Hugleiðingar um skáldsögur Jóns Thoroddsen. Katrín Jakobsdóttir ræðir um skáldverk langalangafa síns.
Síðan tekur við Björn Thoroddsen, langa- langafabarn Jóns og flytur ljóð hans með dyggum stuðningi Heru Bjarkar.