Tenglar

3. október 2011 |

„Í engu samræmi við kröfur samtímans“

Vegurinn um Hjallaháls nær í 336 m hæð skv. fjallvegaskrá Vegagerðarinnar.
Vegurinn um Hjallaháls nær í 336 m hæð skv. fjallvegaskrá Vegagerðarinnar.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir niðurstöðu ráðherra samgöngumála um að velja leiðina um Ódrjúgsháls og Hjallaháls hafa valdið öllum Vestfirðingum miklum vonbrigðum, enda sé hún í engu samræmi við kröfur samtímans um láglendisvegi. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs. Þar tekur ráðið heils hugar undir samþykkt stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga og hvetur ráðherra til að leita áfram nýrra lausna fyrir þennan samgöngukafla, sem endurspegli vilja íbúa og stefnumörkun sveitarstjórna á Vestfjörðum í samgöngumálum landshlutans.

 

„Bæjarráð telur að nýjar upplýsingar sem komu fram á fundum samráðsvettvangs innanríkisráðherra kalli á gerð nýs umhverfismats og/eða formats á umhverfisáhrifum samgönguframkvæmda í Gufudalssveit og skorar því á innanríkisráðherra að tryggja nauðsynlegt fjármagn til að hefjast þegar handa við þá vinnu.“

 

Loftmyndin af Hjallahálsi er fengin af vestfirska samgönguvefnum vegur.is (Jónas Guðmundsson sýslumaður í Bolungarvík). Smellið til að stækka.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31