Tenglar

15. maí 2016 |

Í hálfkæringi og alvöru – afmælisrit Árna Björnssonar

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur.
Árni Björnsson þjóðháttafræðingur.

Breiðfirðingurinn Árni Björnsson þjóðháttafræðingur (fyrrverandi ritstjóri Breiðfirðings), verður 85 ára á komandi vetri. Af því tilefni er ætlunin að gefa út safn greina eftir hann undir heitinu Í hálfkæringi og alvöru. Um er að ræða greinar um ýmis efni, sem liggja utan þess sem Árni er þekktastur fyrir.

 

Sumt af þessu bókarefni Árna hefur birst hér og þar í tímaritum og afmælisritum, stundum með mjög afmörkuðum lesendahópi. Í öðru lagi eru fyrirlestrar og erindi, sumt gamanmál, sem hann hefur flutt á ýmsum stöðum eða í útvarpi og aldrei komist á prent. Í þriðja lagi er efni sem Árni hefur skrifað hjá sér til dundurs en aldrei birt í heild, meðal annars svipmyndir af „einkennilegum mönnum“ sem hann hefur kynnst á lífsleiðinni.

 

Hið íslenska bókmenntafélag mun gefa bókina út. Hún verður um 300 síður og verð hennar áætlað um 7.000 krónur. Til að tryggja útkomu hennar er æskilegt að safna nokkur hundruð áskrifendum. Nöfn þeirra yrðu birt í sérstakri heillaóskaskrá (tabula gratulatoria) fremst í bókinni.

 

Fólk sem vill gerast áskrifendur er beðið að láta Breiðfirðingafélagið vita á næstunni. Heimilisfang þess er Faxafen 14, 108 Reykjavík, og netfangið bf@bf.is.

 

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31